Sumarnámskeið Æskusirkusins fyrir 7-13 ára
Í sumar verður Æskusirkusinn með sumarnámskeið fyrir 7-13 ára í sirkus
Námskeiðið kennir grunntæknina í hinum ýmsu sirkuslistum svo sem jafnvægislistum, línudansi, djöggl, loftfimleikum, húllahoppi og fleira.
Lögð er áhersla á gleði, fagmennsku og öryggi iðkenda með reyndum þjálfurum sem hafa æft og kennt sirkuslistir í áraraðir.
Miðað er að því að allir nái árangri og komið er til móts við getustig hvers og eins.
Námskeiðin eru yfirleitt 5 dagar og kennt er frá 09:00-14:00 alla daga.
Kennt er í Ármanni Engjavegi 7, Laugardal.
Veittur er 10% systkinaafsláttur
Skráning fer fram á sportabler.com/shop/sirkus
Í sumar verður Æskusirkusinn með sumarnámskeið fyrir 7-13 ára í sirkus
Námskeiðið kennir grunntæknina í hinum ýmsu sirkuslistum svo sem jafnvægislistum, línudansi, djöggl, loftfimleikum, húllahoppi og fleira.
Lögð er áhersla á gleði, fagmennsku og öryggi iðkenda með reyndum þjálfurum sem hafa æft og kennt sirkuslistir í áraraðir.
Miðað er að því að allir nái árangri og komið er til móts við getustig hvers og eins.
Námskeiðin eru yfirleitt 5 dagar og kennt er frá 09:00-14:00 alla daga.
Kennt er í Ármanni Engjavegi 7, Laugardal.
Veittur er 10% systkinaafsláttur
Skráning fer fram á sportabler.com/shop/sirkus
Dagsetningar |
Verð |
|
13. - 16.júní |
Fjórir dagar, fá pláss eftir |
24.000 kr |
20. - 24.júní |
Fullt |
30.000 kr |
27.júní - 1.júlí |
Fá pláss eftir |
30.000 kr |
4. - 8.júlí |
30.000 kr |
|
11. - 15.júlí |
30.000 kr |
|
8. - 12.ágúst |
30.000 kr |
|
15. - 19.ágúst |
Fá pláss eftir |
30.000 kr |
Í ár erum við með tvö ný námskeið
Sumarnámskeið Æskusirkusins fyrir 14-18 ára
Vikulangt námskeið í sirkuslistum fyrir 14-18 ára. Farið verður í undirstöður í helstu sirkusgreinunum - djöggl, akróbatík og loftfimleikum. Líkamlegt og skapandi námskeið fyrir öll sem vilja spreyta sig í sirkus og hentar öllum sem hafa áhuga, ekki síst þeim sem hafa bæði þörf fyrir að hreyfa sig og að finna sköpunakraftinum farveg. Engin þörf á fyrri reynslu, en öll velkomin! Kennarar eru Jóakim Kvaran og Bjarni Árnason sirkuslistamenn. Námskeiðinu lýkur á þátttöku hópsins á Flipp Festival - sirkushátíð Hringleiks, sem haldin verður helgina 25.-26. Júní. Kennt er í Sirkushúsnæði Hringleiks á Sævarhöfða kl. 13:00-15:30 dagana 20.-24. júní 2022 og kostar 28.750kr Skráning fer fram á sportabler.com/shop/sirkus |
Loftfimleikanámskeið í silki fyrir 10-16 áraNámskeið í loftfimleikasilki fyrir 10-16 ára nemendur með bakgrunn í silki eða annan góðan bakgrunn í hreyfingu, s.s. dans, fimleikum eða álíka. Á námskeiðinu verður byggt á grunnatriðum loftfimleika - vafninga, klifur og hreyfingar í silki, við lærum ný brögð og bætum styrk, þol og liðleika.
Unnið er út frá áhuga og getu hvers og eins og reynt að koma til móts við alla þátttakendur. Námskeiðið hentar krökkum sem hafa sérstakan áhuga á að bæta sig í loftfimleikum. Námskeiðið er kennt í sirkushúsnæði Hringleiks á Sævarhöfða 27.júní - 1.júli, kl. 13:00-15:30 og kostar 28.750kr 4.-8. júlí, kl. 13:00-15:30 og kostar 28.750kr 15-19 ágúst, kl. 13:00-15:30 og kostar 28.750kr ATH Fullt Kennarar eru Eyrún Ævarsdóttir, Harpa Lind Ingadóttir og Lauren Charnow loftfimleikakonur. Skráning fer fram á sportabler.com/shop/sirkus |