Námskeið í sirkuslistum fyrir fullorðna
Spennandi fréttir! Hringleikur býður nú loksins upp á sirkusnámskeið fyrir fullorðna í hinum ýmsu sirkusgreinum. Komdu sjálfu/m/ri þér á óvart með því að læra að djöggla eða ýttu þér út fyrir kassann í spennandi heimi félagafimleika. Stórskemmtilegir og skapandi tímar sem bætt geta bæði líkamlega og andlega heilsu. Uppgötvaðu nýjar hliðar á sjálfu/m/ri þér undir handleiðslu reynds sirkusfólks sem leiðir þig inn í heim sirkuslistanna í öruggu umhverfi. Ekki missa af þessu tækifæri!