Sumarnamskeid

Í sumar verður Æskusirkusinn með sumarnámskeið fyrir 8-13 ára í sirkus

Námskeiðið kennir grunntæknina í hinum ýmsu sirkuslistum svo sem jafnvægislistum, línudansi, gripli (“juggling”), loftfimleikum, húllahoppi og fleira.

Lögð er áhersla á gleði, fagmennsku og öryggi iðkenda með reyndum þjálfurum sem hafa æft og kennt sirkuslistir í áraraðir.
Miðað er að því að allir nái árangri og komið er til móts við getustig hvers og eins.

Kennt er í Ármanni Engjavegi 7, Laugardal.
Í ár höfum við bætt við klukkutíma svo námskeiðið er klukkan 9-14
Veittur er 10% systkinaafsláttur

Skráning fer fram á sirkus.felog.is

Tímabil námskeiða og kostnaður:

\ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \
VikaVerðAthugasemd
11.-14.júní20.000krFullt
25.-28.júní20.000kr4 dagar (neðst á skráningarsíðu)
1.-5.júlí25.000krFá pláss eftir
8.-12.júlí25.000kr
15.-19.júlí25.000kr
6.-9.ágúst20.000kr4 dagar
12.-16.ágúst25.000krFá pláss eftir